Fara í efni
KA/Þór

KA vann ÍR – fyrstu stigin komin í hús

Dagur Árni Heimisson sækir að ÍR-vörninni í kvöld. Hann var markahæstur KA-manna með sjö mörk. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA-menn sigruðu ÍR-inga í kvöld, 28:24, í Olísdeild karla í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Þetta var fyrsti sigur KA í vetur og fyrstu stigin eru þar með komin í hús.

KA tók frumkvæðið strax í byrjun og hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 14:11. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn vel og jafnaði, 17:17, en KA komst yfir strax aftur og hélt sínu striki það sem eftir var leiksins.

KA er í Þrátt fyr­ir sig­ur­inn er KA enn í ell­efta sæti, sem er fallsæti, með tvö stig. ÍR er í sæt­inu fyr­ir ofan með þrjú.

Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 7, Ott Varik 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4 (2 víti), Einar Birgir Stefánsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3 (1 víti), Arnór Ísak Haddsson 1, Logi Gautason 1.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 7 (1 víti) 29,2% – Bruno Bernat 5 (1 víti) 41,7%.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 8 (5 víti), Bjarki Steinn Þórisson 4, Jökull Blöndal Björnsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Bernard Kristján Darkoh 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15 (2 víti) 35,7% – Arnór Freyr Stefánsson 0.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Bjarni Ófeigur Valdimarsson sendir boltann inn á línuna til Patreks Stefánssonar sem gerði eitt þriggja marka sinna – breytti stöðu í 22:18 þegar 10 mínútur voru eftir.