Fara í efni
Karl Guðmundsson – Kalli

Fjögurra marka tap KA í Kórnum í gær

Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í gærkvöld. Myndin er úr leik KA og Vals fyrr í mánuðinum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlaliði KA í handknattleik tókst ekki að sækja stig í Kórinn í gærkvöld þegar KA mætti HK í 18. umferð Olísdeildarinnar. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA, en það dugði ekki til. KA er nú fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni og frá fallsæti einnig.

Heimamenn í Kórnum náðu strax þriggja marka forystu í upphafi leiksins og héldu ofyrstunni út allan leikinn. Munurinn var eitt til fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og framan af þeim seinni, en um miðbik seinni hálfleiks skoraði HK fjögur mörk í röð og staðan orðin 27-20. Sigurinn að lokum öruggur hjá HK og munurinn fjögur mörk eftir að KA skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

HK

Mörk: Leó Snær Pétursson 7, Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Aron Dagur Pálsson 4, Benedikt Þorsteinsson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Jovan Kukobat 1, Júlíus Flosason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13 (33,3%).
Refsimínútur: 8.

KA

Mörk: Dagur Árni Heimisson 10, Einar Rafn Eiðsson 6, Arnór Ísak Haddsson 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Ott Varik 2, Logi Gautason 1, Daði Jónsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 8 (28,6%), Nicolai Horntvedt Kristensen 2 (18,2%).
Refsimínútur: 12.

KA er áfram í 9. sæti deildarinnar eftir leiki 18. umferðarinnar, með 12 stig. Þegar fjórar umferðir eru eftir er KA fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni og reyndar einnig fjórum stigum ofan við fallsæti.

Leikir sem KA á eftir: ÍBV (h), Stjarnan (ú), FH (h), Fjölnir (ú).