Fara í efni
Kaldbakur

Skemmtileg umfjöllun RÚV um Maddie Sutton

Maddie Sutton með boltann í leik Þórs og Tindastóls í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Bandaríska stúlkan Madison Anne Sutton hefur leikið einstaklega vel með körfuboltaliði Þórs í vetur. Hún er með flest framlagsstig allra leikmanna í deildinni – þegar lögð eru saman stig, fráköst og stoðsendingar, og fór hamförum í síðasta leik þegar Þór vann Njarðvík . Skemmtileg umfjöllun var um Maddie í sjónvarpsfréttum RÚV í gær.

Maddie er frá Tennessee ríki og yfirgaf Norður Ameríku í fyrsta skipti þegar hún samdi við Tindastól á Sauðárkróki árið 2021. Hún segir það hafa verið menningarsjokk að koma til Íslands „en þetta er mjög gott samfélag og Íslendingar almennt gerðu mér mjög auðvelt fyrir að aðlagast hérna,“ segir hún við RÚV.

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Eftir eitt ár á Sauðarkóki gekk Maddie til liðs við Þór og leikur nú þriðja veturinn með félaginu. Hún hefur þjálfað ungar stelpur í Þór undanfarin ár ásamt landsliðskonunni Evu Wium Elíasdóttur og er yfir sig hrifin af því verkefni. „Ég elska þær, dýrka þær. Ég vissi ekki að mér gæti þótt svona vænt um einhverja krakka á Íslandi ...“ segir Maddie.

Umfjöllun RÚV: Væri heiður að klæðast íslensku landsliðstreyjunni