Kaldbakur
SA Víkingar taka á móti Fjölni í kvöld
12.12.2024 kl. 15:00
Andri Mikaelsson, fyrirliði, og félagar í liði SA Víkinga taka á móti Fjölnismönnum í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson
SA Víkingar, karlalið Skautafélags Akureryar í íshokkí, taka á móti liði Fjölnis í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:30.
SA er í 2. sæti sem stendur með 18 stig og á þrjá leiki til góða á SR sem er með 19 stig eftir 12 leiki. Keppnin í deildinni er mjög jöfn og spennandi, en Fjölnir er í 3. sætinu með 16 stig og SFH í 4. sæti með tíu stig. Öll fjögur liðin fara reyndar áfram í úrslitakeppnina í vor.
Leikurinn í kvöld er síðasti leikur SA fyrir jólafrí, en liðið getur með sigri í kvöld komist á topp deildarinnar. Óvíst er þó hvort þeir fá að halda því yfir hátíðarnar því SR og SFH mætast 20. desember og gæti SR þá náð toppsætinu fyrir jólafríið.
- Toppdeild karla í íshokkí
Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
SA - Fjölnir