Fara í efni
Kaldbakur

Enn byggir Þórhallur við Landsbankann!

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili, formaður skipulagsráðs þá og nú varaformaður ráðsins, birti í vikunni skemmtilegar myndir á Facebook sem þeir Axel sonur hans útbjuggu. Þar höfðu þeir „klárað“ að byggja hús Landsbankans við Ráðhústorg (í myndvinnsluforritinu Photoshop) eins og til stóð að það yrði á sínum tíma.

Í dag birti Þórhallur nýja mynd eftir að í ljós kom að upphaflega var fyrirhugað að húsið yrði einni hæð hærra en raunin varð. Þeir feðgar einhentu sér því í enn frekari „byggingavinnu“ og útkomuna má sjá hér að ofan. 

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um Landsbankahúsið í pistli sem birtur verður á Akureyri.net síðar í dag. Þar segir hann m.a. frá því að snemma árs 1952 hafi bankinn sótt um leyfi til lækkunar á fyrirhugaðri byggingu! Húsið var fjórar hæðir á upphaflegri teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, en það var Akureyringurinn Bárður Ísleifsson sem gerði endanlega teikningu árið 1951, ári eftir að Guðjón lést.

Stórskemmtileg framhaldssaga um Landsbankahúsið við Ráðhústorg heldur því áfram! Hér að neðan má sjá mynd af húsinu eins og það er í dag og myndina sem Þórhallur og Axel útbjuggu sem sýnir húsið eins og til stóð að það yrði. Eins og sést „vantar“ austasta hluta hússins.

Luku við „byggingu“ Landsbankahússins