Fara í efni
KA

Ýmir Már framlengir samninginn við KA

Ýmir Már Geirsson. Mynd af heimasíðu KA.

Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA um tvö ár. Ýmir, sem er 23 ára gamall miðjumaður, er uppalinn hjá félaginu og á að baki alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar. Þetta kemur fram á heimasíðu KA

Á síðasta tímabili lék Ýmir fjóra leiki fyrir KA en hann stundar háskólanám í Vermont í Bandaríkjunum og missti því af stórum hluta sumarsins hjá KA, en hann leikur einnig með knattspyrnuliði háskólans í Vermont. Þá hefur Ýmir einnig leikið 24 leiki sem lánsmaður hjá Magna og Dalvík/Reyni.