Fara í efni
KA

Willard tryggði KA sigur á Þór

Harley Willard, lengst til hægri, fagnar eina marki leiksins í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson er númer 77 og Hrannar Björn Steingrímsson klæðist treyju númer 22. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA vann nauman sigur á Þór, 1:0, í hörkuleik í A-deild Lengjubikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Það var Skotinn Harley Willard, sem lék með Þór á síðasta keppnistímabili sem gerði eina mark leiksins með skoti af stuttu færi á 74. mínútu.

Þetta var síðasti leikur KA í 4. riðli. Liðið er með 12 stig og miklar líkur á liðið komist í undanúrslit. Það veltur á tveimur leikjum sem Fjölnir á eftir. Þórsarar eru með þrjú stig og á einn leik eftir, gegn Þrótti í Reykjavík.

Harley Willard, sá gulklæddi á milli sinna gömlu félaga í Þór, skorar markið sem skildi Akureryrarliðin að í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

  • Ekki hefur verið lokið við að fylla út leikskýrsluna á vef KSÍ þegar þetta er skrifað. Skýrsluna er að finna hér og verður vonandi tilbúin fyrr en síðar.