Fara í efni
KA

Vinni KA fer liðið til Írlands eða Gíbraltar

Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði og fleiri KA-menn fagna Harley Willard þegar hann kom liðinu í 2:0 gegn Fylki á dögunum með fyrsta marki sínu í efstu deild. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Nái KA-menn að slá út lið Connah's Quay Nomads frá Wales í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu mæta þeir annað hvort Dundalk frá Írlandi eða liði Magpies frá Gíbraltar í annarri umferð forkeppninnar. Dregið var í dag í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

KA tekur á móti Connah's Quay Nomads á Framvellinum í Úlfarsárdal fimmtudaginn 13. júlí og síðari leikur liðanna verður í Englandi viku síðar.

Komist KA-menn áfram verður fyrri leikurinn í 2. umferð á Íslandi 27. júlí og sá síðari ytra 3. ágúst.