Fara í efni
KA

Vigdís Edda kemur til Þórs/KA frá Breiðabliki

Vigdís Edda Friðriksdóttir, knattspyrnukona frá Sauðárkróki, er á leið til Þórs/KA. Vigdís, sem fædd er 1999 og hefur leikið með Breiðabliki tvö síðustu ár, gerir tveggja ára samning við Þór/KA.

Vigdís Edda, sem er miðvallarleikmaður, á að baki 133 leiki í meistaraflokki með Tindastóli og Breiðabliki og hefur gert 34 mörk.

„Vigdís Edda hóf ferilinn hjá Tindastóli, en þar spilaði hún sína fyrstu meistaraflokksleiki 2015. Hún spilaði 88 leiki með Tindastóli fram til ársins 2019, en skipti síðan í Breiðablik fyrir tímabilið 2020. Hjá Breiðabliki kom hún við sögu í 29 leikjum í deild og bikar, auk sex leikja í Meistaradeild Evrópu síðastliðið sumar og haust,“ segir á vef Þórs/KA.

Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara Þórs/KA, þekkir vel til leikmannsins. „Ég er gífurlega ánægður með að fá Vigdísi í Þór/KA. Við þekkjumst vel frá því ég þjálfaði hana í Tindastóli og þarna fer stelpa sem getur náð ofboðslega langt og styrkir okkar hóp mikið. Hún mun smellpassa í hópinn okkar bæði sem leikmaður og karakter. Svo ég tali nú ekki um hve vel hún hentar í leikstíl liðsins,“ segir Jón Stefán á heimasíðu Þórs/KA.