Fara í efni
KA

Viðgerðir í Boganum hefjast í vikunni

Viðgerðir á gervigrasinu í Boganum hefjast strax í þessari viku, að sögn Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa og varaformanns fræðslu- og lýðheilsuráðs. Grasið er svo illa farið að dómarar telja Bogann vart hæfan til keppni vegna slysahættu, eins og Akureyri.net greindi frá í dag.

Hilda Jana segir aðeins fáeina daga síðan bæjaryfirvöldum bárust upplýsingar um ástand grasmottunnar og strax hafi verið ákveðið að hefjast handa við viðgerðir hið allra fyrsta. Ekki komi til greina að bjóða íþróttafólki að æfa í húsinu ef aðstæður er taldar hættulegar.

Boginn vart nothæfur vegna slysahættu