Fara í efni
KA

Valsarar voru ekki í vandræðum með KA

Skyttan unga og efnilega, Skarphéðinn Ívar Einarsson; markahæsti leikmaður KA í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn áttu erfitt uppdráttar í kvöld þegar þeir mættu Íslandsmeisturum Vals í Olís deildinni í handbolta í Reykjavík. Valsmenn, sem unnu 26:18, eru greinilega bestir nú í upphafi móts og hafa unnið fyrstu fjóra leikina.

KA-liðið náði að halda hraðanum niðri í fyrri hálfleik og þegar langt var liðið á hann hafði hvort lið aðeins gert sjö mörk. Valur gerði svo fjögur síðustu í hálfleiknum og staðan því 11:7 að honum loknum. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi því Valsmenn höfðu yfirburði.

Hinn efnilegi Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í KA-liðinu með fjögur mörk og Einar Rafn Eiðsson gerði þrjú.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.