Fara í efni
KA

Úrslitaleikur KA og Vals verður á Greifavellinum

Ívar Örn Árnason og félagar í KA leika til úrslita í Lengjubikarkeppninni gegn Val 2. apríl og taka svo á móti KR í fyrstu umferð Íslandsmótsins átta dögum síðar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Úrslitaleikur KA og Vals í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu fer fram á heimavelli KA, nýja Greifavellinum. Þetta má sjá á heimasíðu KSÍ í dag.

Leikurinn verður sunnudaginn 2. apríl og hefst klukkan 16.00.

Valur vann Víking 1:0 í undanúrslitunum og KA komst í úrslit með sigri á ÍBV í vítaspyrnukeppni eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í hefðbundnum leiktíma.

Þjálfari Vals er Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari KA. Hann sækir því sína gömlu félaga heim fyrsta sinni síðan leiðis hans og KA skildu síðla september mánaðar í fyrra.

Keppni í efstu deild Íslandsmótsins, Bestu deildinni, hefst svo aðeins viku eftir úrslitaleikinn. KA-menn taka á móti KR-ingum í fyrstu umferðinni á öðrum degi páska; mánudaginn 10. maí klukkan 14.00.