Fara í efni
KA

Ungmennalið KA sigraði Þórsara í deildinni

KA-strákarnir fögnuðu að vonum innilega að leikslokum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Ungmennalið KA hafði ótrúlega yfirburði gegn Þór í gærkvöldi þegar liðin mættust í Grill 66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. KA vann reyndar aðeins með fjögurra marka mun, 32:28, en munurinn varð mestur níu mörk, 25:6, þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn.

Mörk KA: Skarphéðinn Ívar Einarsson 10, Haraldur Bolli Heimisson 7, Magnús Dagur Jónatansson 4, Kristján Gunnþórsson 3, Dagur Árni Heimisson 2, Ernir Elí Ellertsson 2, Bruno Bernat 1, Logi Gautason 1, Hugi Elmarsson 1, Ísak Óli Eggertsson 1.

Bruno Bernat varði 12 skot.

Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 8, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 4, Jonn Rói Tórfinnsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Andri Snær Jóhannsson 1, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Ágúst Örn Vilbergsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 4, Arnar Þór Fylkisson 3.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en KA hefur nú 12 stig og Þór 10. Bæði eiga 13 leiki að baki. Þór er í áttunda sæti deildarinnar en KA í því sjöunda. 

Þórsarar daufir í dálkinn á varamannabekknum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason