Fara í efni
KA

Tveir KA-menn urðu meistarar í B flokki

Ari Þórðarson og Ásgeir Andri Adamsson úr KA, sem urðu Íslandsmeistarar í B flokki um helgina.

Tveir KA-menn urðu Íslandsmeistarar í B-flokki í badminton um helgina. Ásgeir Adamsson og Ari Þórðarson sigruðu í B-flokki tvíliðaleiks og þá vann Ari einnig B-flokkinn í einliðaleik.

Í tvíliðaleiknum mættu Ásgeir og Ari þeim Gunnari Erni Ingólfssyni og Hauki Þórðarsyni úr TBR í úrslitaleiknum. Eftir 21:19 tap í fyrstu lotu unnu KA-mennirnir þá næstu, 21:11, og síðan oddalotu einnig sannfærandi, 21:13 sigri.

Ari sigraði svo Mána Berg Ellertsson úr ÍA í úrslitaleiknum í einliðaleik og vann í tveimur lotum, 21:18 og 21:17.

KA-mennirnir Ari Þórðarson og Ásgeir Andri Adamsson, eftir úrslitaleik B-flokks í tvíliðaleik, ásamt Gunnari Erni Ingólfssyni og Hauki Þórðarsyni úr TBR, sem þeir sigruðu í úrslitum.

Ari Þórðarson KA-maður og Máni Berg Ellertsson, eftir úrslitaleikinn í einliðaleik B-flokks.