Fara í efni
KA

Titilvörn KA/Þórs hófst með sigri

Martha Hermannsdóttir, til hægri, fagnar einu níu marka sinna í dag. Unnur Ómarsdóttir, sem gekk til liðs við Íslandsmeistarana í sumar, til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handbolta hófu titilvörnina í dag með sigri á ÍBV, 26:24, í KA-heimilinu. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann, staðan var 11:11 í hálfleik, og spennan hélt áfram allt til enda. Staðan var jöfn þegar um þrjár mínútur eftir en meistararnir voru sterkari á lokasprettinum. Martha Hermannsdóttir var markahæsti leikmaður KA/Þórs með níu mörk.

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum

Nánar síðar.