KA
Þróttarar í heimsókn, Þórsarar í Ólafsvík
05.06.2021 kl. 12:45
Fannar Daði Malmquist gerði sigurmark Þórsara gegn Aftureldingu í síðasta leik og Sandra Nabweteme gerði bæði mörk Þórs/KA í sigri á Tindastóli. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Þór/KA fær Þrótt í heimsókn í dag í efstu deild Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni. Leikurinn verður á Þórsvelli (Salt Pay vellinum) og hefst klukkan 16.00. Á sama tíma verður flautað til leiks Þórs og Víkings í Lengjudeild karla, næst efstu deild Íslandsmótsins, á Ólafsvíkurvelli.
Þór/KA vann Tindastól 2:1 á Sauðarkróki í síðasta leik á Íslandsmótinu, þar sem Sandra Nabweteme, sem byrjaði á varamannabekknum, gerði bæði mörkin. Liðið tapaði svo fyrir FH í bikarkeppninni í vikunni, eftir vítaspyrnukeppni, en kemst vonandi á sigurbraut á ný í dag.
- Bæði lið eru með sex stig eftir fimm leiki: Þór/KA hefur unnið tvo en tapað þremur, Þróttur hins vegar unnið einn, gert þrjú jafntefli og tapað einum.
Þórsarar unnu Aftureldingu 2:1 í síðustu umferð Lengjudeildarinnar á heimavelli, þar sem Alvaro Montejo (víti) og Fannar Daði Malmquist gerðu mörkin.
- Þórsarar hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur og eru því með sex stig en Víkingar hafa tapað öllum fjórum leikjunum til þessa og eru neðstir í deildinni.