Fara í efni
KA

Þriðji úrslitaleikur KA og Aftureldingar

KA-stelpurnar þegar þær urðu deildarmeistarar í vor. Mynd af Facebook síðu KA.
KA og Afturelding mætast í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í KA-heimilinu.
 
Hvort lið hefur unnið einn leik. Sigra þarf í þremur leikjum til að verða Íslandsmeistari þannig að úrslit ráðast í fyrsta lagi í Mosfellsbæ á laugardaginn, annars í KA-heimilinu næsta þriðjudagskvöld.
 
Afturelding vann fyrsta leikinn í KA-heimilinu en KA-stelpurnar svöruðu með því að sigra í Mosfellsbæ. Búast má við spennandi viðureign í kvöld, leikurinn hefst kl.18.00 og enginn þarf að fylgjast með á fastandi maga þótt leikið sé á matmálstíma; hamborgarasala verður á staðnum fyrir leik „og eina vitið að taka kvöldmatinn í KA-Heimilinu yfir alvöru blakveislu,“ segir á Facebook síðu KA. Ástæða er til að hvetja Akureyringa að fjölmenna á leikinn og styðja KA-stelpurnar.