Fara í efni
KA

Þorvaldur aðstoðar Örnu Valgerði með KA/Þór

Þorvaldur Þorvaldsson og Arna Valgerður Erlingsdóttir. Mynd af vef KA.

Þorvaldur Þorvaldsson verður aðstoðarþjálfari Örnu Valgerðar Erlingsdóttur með kvennalið KA/Þórs í í handbolta í vetur.

Ráðningin var tilkynnt á heimasíðu KA. Þar kemur fram að Þorvaldur er einn af leikjahæstu handboltamönnum í sögu KA; tók þátt í alls 452 keppnisleikjum fyrir félagið og 66 leikjum að auki fyrir Akureyri, sameiginlegt lið KA og Þórs. Með KA varð hann Íslands-, bikar- og deildarmeistari, einnig Meistari meistaranna auk þess að leika marga Evrópuleiki.

Samtímis var tilkynnt að Egill Ármann Kristinsson verður áfram styrktarþjálfari liðsins.

Fyrst leikur KA/Þórs á Íslandsmótinu verður 9. september þegar ÍBV kemur í heimsókn í KA-heimilið.

Nánar hér á heimasíðu KA