Fara í efni
KA

Þórsarar töpuðu í botnslag í Garðabænum

Tim Dalger í leik gegn Sindra. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Enn verður bið eftir fyrsta sigri karlaliðs Þórs í körfuknattleik eftir að liðið tapaði fyrir KFG í viðureign tveggja liða á botni 1. deildarinnar. KFG vann þar sinn fyrsta sigur og skildi Þórsara eftir á botni deildarinnar án sigurs.

Heimamenn í Garðabænum náðu yfirhöndinni um miðjan fyrsta leikhluta og leiddu með sjö stiga mun að honum loknum. Þórsarar náðu að jafna og komast yfir, en Garðbæingar náðu aftur yfirhöndinni og leiddu með sjö stigum að loknum fyrri hálfleiknum. Heimamenn í KFG héldu þessu forskoti að mestu og unnu að lokum fimm stiga sigur.

Þór er því í botnsæti 1. deildar karla eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum.

  • Byrjunarlið Þórs: Andrius Globys, Baldur Örn Jóhannesson, Orri Már Svavarsson, Reynir Barðdal Róbertsson og Tim Dalger.
  • Gangur leiksins: KFG - Þór (22-15) (16-16) 38-31 (19-18) (21-24) 78-73

Uppfærsla á tölfræði leiksins virðist hafa frosið þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir og því hefur Akureyri.net ekki upplýsingar um stigaskor eða aðra tölfræði leikmanna þegar upp var staðið. Tim Dalger var þó langstigahæstur Þórsara, var kominn með 26 stig þegar 3:46 mínútur voru eftir.