Fara í efni
KA

Þórsarar og KA-menn unnu í deildarbikarnum

Kristófer Kristjánsson gerði eitt marka Þórs í dag og Pætur Peterson, til hægri, gerði fyrsta markið fyrir KA eftir komuna frá Færeyjum.

Þórsarar unnu Keflvíkinga  og KA-menn lögðu lið Fylkis í deildarbikarkeppninni í fótbolta í dag. Bæði Akureyrarliðin leika í 4. riðli A-deildar.

KA tók á móti Fylki á heimavelli sínum á KA-svæðinu, Greifavellinum hinum síðari, og vann 2:1. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en strax á annarri mínútu þess seinni skoraði færeyski framherjinn Pætur Peterson; þetta var fyrsta mark hans fyrir KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA svo í 2:0 þegar rúmur klukkutími var liðinn, Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn aðeins mínútu síðar og þar við sat.

Þórsarar fengu Keflvíkinga svo í heimsókn í Bogann síðdegis og unnu mjög sannfærandi, 4:1.

Kristján Atli Marteinsson, sem kom til Þórs frá Kórdrengjum í vetur, gerði fyrsta markið á 24. mín. og Alexander Már Þorláksson kom Þór í 2:0 nokkrum mínútum síðar. Daníel Gylfason minnkaði muninn fljótlega en Kristófer Kristjánsson, sem kom inn á í hállfeik gerði þriðja markið á 60. mín. og Ingimar Arnar Kristjánsson það fjórða á 83. mín. skömmu eftir að hann kom inn á af varamannabekknum.

Smellið hér til að sjá skýrsluna frá leik Þórs og Keflavíkur lavík 

Smellið hér til að sjá skýrsluna frá leik KA og Fylkis