KA
Þorri Mar sagður á leið til Östers IF
07.08.2023 kl. 23:10
Þorri Mar Þórisson með boltann í leik gegn FH í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þorri Mar Þórisson er að ganga í raðir sænska félagsins Östers IF, sem jafnan er einfaldlega kallað Öster. Dalvíkingurinn er á leið til Svíþjóðar á næstu dögum að því er Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Þorra, staðfestir við Fótbolta.net í kvöld. „KA leyfði okkur að tala við Öster í fyrradag og það er kominn munnlegur rammi að tveggja og hálfs árs samningi,“ sagði Ólafur.
Akureyri.net greindi fyrst frá því í síðustu viku að sænska félagið hefði áhuga á bakverðinum þegar einnig kom fram að bæði Valur og KR hefðu viljað kaupa hann af KA.
Þjálfari Öster Srdjan Tufegdziz, fyrrverandi leikmaður og þjálfari. Túfa, eins og hann er alltaf kallaður, tók við stjórn Öster á síðasta ári. Liðið er í þriðja sænsku B-deildarinnar þegar 17 umferðum er lokið af 30.
Östers IF er frá borginni Växjö í Smálöndum í Suður-Svíþjóð.
Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net í síðustu viku