KA
Þór/KA/Völsungur er Íslandsmeistari
Stelpurnar í sameiginlegu liði Þórs, KA og Völsungs frá Húsavík tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í 2. flokki. Enn eru þó þrír leikir eftir af mótinu.
Þór/KA/Völsungur hefur lokið níu leikjum og unnið þá alla, er með 27 stig á toppnum. Víkingur er í 2. sæti með 19 stig, á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð Stelpunum okkar að stigum. Þór/KA/Völsungur hefur haft talsverða yfirburði á önnur lið í mótinu og er með markatöluna 51:11.
Nánar hér á vef Þórs/KA