Fara í efni
KA

Þór/KA vann í Keflavík og er komið í þriðja sæti

Tahnai Annis með boltann í fyrri deildarleik sumarsins gegn Keflavík. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tahnai Annis var hetja Þórs/KA í kvöld þegar liðið vann Keflavík 1:0 á útivelli í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Hún gerði eina markið af stuttu færi eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik.

Breiðablik og Valur eru efst og jöfn með 23 stig og Stelpurnar okkar í Þór/KA eru komnar upp í þriðja sæti með 19 stig. Öll liðin eru búin með 11 leiki.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá veglega umfjöllun fotbolta.net