Fara í efni
KA

Þór/KA steinlá fyrir toppliði Valsmanna

Valsmenn fóru á kostum í kvöld þegar þeir sigruðu lið Þórs/KA 6:0 í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á heimavelli sínum að Hlíðarenda. 

Fyrsta markið kom strax á þriðju mínútu þegar Amanda Andradóttir, besti maður vallarins, skoraði eftir að hún slapp í gegnum vörn Þórs/KA. Valsmenn voru betri en Stelpurnar okkar í Þór/KA fengu þó tvö fín færi til að jafna metin; Karen María Sigurgeirsdóttir, sem kom inn á eftir kortér þegar Tahnai Annis meiddist,  skaut framhjá úr upplögðu færi á 28. mín. eftir flottan undirbúning Huldu Óskar Jónsdóttur. Tveimur mínútum síðar átti svo Sandra María Jessen svo hættulegt skot eftir góðan sprett en Fanney í Valsmarkinu varði vel.

Veður skipast stundum skjótt í lofti og það átti við í þetta sinn; aðeins einni mínútu eftir að Fanney varði frá Söndru Maríu gerði Berglind Rós Ágústsdóttir annað mark og þá varð ekki aftur snúið. 

Staðan var 2:0 í hálfleik, yfirburðir Valsmanna voru miklir í seinni hálfleik og þá bættu þeir fjórum mörkum við.

Næsti leikur Þórs/KA í þessari fimm leikja framlengingu sex efstu liðanna verður miðvikudaginn 13. september þegar Breiðablik kemur í heimsókn.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni