Fara í efni
KA

Þór/KA semur við bandarískan miðvörð

Brooke Lampe skrifar undir samninginn við Þór/KA.

Þór/KA hefur samið við bandaríska knattspyrnukonu, Brooke Lampe, til tveggja ára. Lampe, sem er varnarmaður, er væntanleg til félagsins fljótlega. Hún leikur oftast sem miðvörður, en er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað í ýmsum öðrum stöðum, að því er segir á heimasíðu Þórs/KA.

„Hún stundaði nám við University of North Texas í borginni Denton í Texas 2017-2021 og spilaði öll árin með knattspyrnuliði skólans, Mean Green, og var fyrirliði liðsins frá 2019,“ segir á síðunni.

Brooke Lamps.