Fara í efni
KA

Þór/KA mætir Þrótti í dag í Reykjavík

Hulda Björg Hannesdóttir fagnar eftir að hún skoraði í fyrri leiknum gegn Þrótti í sumar. Colleen Kennedy vinstra megin. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA mætir Þrótti í Reykjavík í dag í efstu deild Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni. Þróttarar hafa komið skemmtilega á óvart í sumar og eru í þriðja sæti deildarinnar en Stelpurnar okkar eru í sjötta sæti. Þrátt fyrir það munar ekki nema fjórum stigum á liðunum þannig að með sigri í dag yrði Þór/KA aðeins stigi á eftir Þrótti.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Þróttarvellinum (Eimskipsvellinum) í Laugardal og verður sýndur beint á netinu, á stod.is