Fara í efni
KA

Þór/KA leikur við Stjörnuna í Garðabæ

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, jafnar á elleftu stundu gegn Breiðabliki í síðasta leik. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA mætir Stjörnunni í Garðabæ í dag í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00.

Stjarnan hefur verið á góðu skriði undanfarið og er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig úr 12 leikjum. Þór/KA, sem hefur lokið 13 leikjum, er í sjöunda sæti með 14 stig.

Stjarnan vann Selfoss 2:1 í síðustu umferð á heimavelli og þar áður Keflavík á útivelli með sömu markatölu. Síðustu tveir leikir Þórs/KA voru á heimavelli; liðið tapaði 3:1 fyrir Val en gerði svo 2:2 jafntefli við Breiðablik í góðum leik.