Fara í efni
KA

Þór/KA gegn Keflavík úti í bikarkeppninni

Barátta í Vestmannaeyjum í gær, þar sem Þór/KA vann 1:0 í Bestu deildinni. Leikmenn Þórs/KA eru, frá vinstri, Tahnai Lauren Annis, Melissa Anne Lowder, Hulda Björg Hannesdóttir og Sandra María Jessen. Ljósmynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson
Þór/KA mætir liði Keflavíkur á útivelli í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar. Dregið var í hádeginu og á leikurinn að fara fram laugardaginn 27. maí.
 

Þór/KA og Keflavík mættust í Bestu deildinni á Greifavelli KA á dögunum, í 2. umferð Íslandsmótsins, og þar höfðu gestirnir betur - 2:1. Stelpurnar okkar fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Tvær aðrar rimmur liða úr Bestu deildinni verða í 16-liða úrslitunum: Þróttarar fá Valsmenn í heimsókn í Laugardalinn og Tindastóll tekur á móti liði Selfoss.

16-liða úrslitin

  • Keflavík - Þór/KA
  • KR - Víkingur R
  • ÍBV - Grindavík
  • Tindastóll - Selfoss
  • FHL - FH
  • Grótta - Stjarnan
  • Breiðablik - Fram
  • Þróttur R. - Valur