Fara í efni
KA

Þór/KA fær topplið Vals í heimsókn í dag

Leikmenn Þórs/KA fagna marki á móti ÍBV á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti toppliði Vals í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni, í dag klukkan 16.00 á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum).

Þór/KA er í sjötta sæti deildarinnar eins og er með 13 stig eftir 11 umferðir en Valur hefur 26 stig í efsta sæti.

Valsstúlkurnar burstuðu Þrótt í síðustu umferð, 6:1, en Þór/KA náði í eitt stig með því að gera 1:1 jafntefli við Selfoss á útivelli.