Fara í efni
KA

Þór tekur á móti Fjölni, Þór/KA úti gegn FH

Valdimar Daði Sævarsson, til vinstri, er horfinn á braut - farinn til náms í Bandaríkjunum - en Birgir Ómar Hlynsson verður væntanlega á sínum stað í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs fær Fjölni í heimsókn í kvöld í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og á sama tíma hefur kvennalið Þórs/KA leik gegn FH í Hafnarfirði í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins.

Bæði lið eiga sannarlega herma að hafna í leikjum kvöldsins; Þórsarar töpuðu 6:0 fyrir Fjölnismönnum í Egilshöllinni í lok maí og Stelpurnar okkar í Þór/KA urðu að sætta sig við 2:0 tap fyrir FH í fyrri leik liðanna í sumar, á Þórsvellinum 1. júní. 

Þór tapaði 1:0 fyrir Leikni á útivelli um síðustu helgi í hörkuleik en vann Gróttu þar áður 3:1 á heimavelli. Fjölnismenn töpuðu 4:2 fyrir Selfyssingum á heimavelli í síðustu umferð en burstuðu lið Ægis 5:1 í umferðinni þar á undan, einnig á heimavelli.

Fjölnir er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar með 26 stig en Þór í sjöunda sæti með 17 stig. Bæði lið eiga 14 leiki að baki

FH er í fjórða sæti Bestu deildar kvenna með 21 stig og Þór/KA í fimmta sæti með 19, bæði lið eftir 13 leiki.

_ _ _

Breyting var ferð á fyrirkomulagi beggja deilda fyrir þessa leiktíð, sem hér segir:

Besta deild kvenna

Að loknum hefðbundinni 18 umferða deildarkeppni verður deildinni skipt í tvennt, eins og gert var í Bestu deild karla í fyrrasumar. Sex efstu liðin mætast innbyrðis sem og þau sex neðstu. Liðin taka með sér stigin úr deildarkeppninni og úrslit á toppi og botni ráðast að loknum fimm viðbótarleikjum hvers liðs.

Leikir sem Þór/KA á eftir í deildinni:

  • FH - Þór/KA
  • Breiðablik - Þór/KA
  • Þór/KA - Valur
  • Selfoss - Þór/KA
  • Tindastóll - Þór/KA

Lengjudeild karla

Efsta liðið að lokinni hefðbundinni tvöfaldri umferð fer beint upp í Bestu deildina en liðin í 2. til 5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í deild þeirra bestu. Þór er nú í sjöunda sæti sem fyrr segir en mjótt á munum að liðum í báðar áttir.

Leikir sem Þór á eftir í deildinni:

  • Þór - Fjölnir
  • Ægir - Þór
  • Þór - Þróttur R
  • Selfoss - Þór
  • Þór - Njarðvík
  • Þór - ÍA
  • Grótta - Þór
  • Þór - Grindavík