KA
Þór og KA leika til úrslita í Boganum í kvöld
02.04.2022 kl. 17:15
Frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í fyrra. Honum lyktaði með jafntefli, en KA-menn hömpuðu bikarnum eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Úrslitaleikur Kjarnafæðimótsins í knattspyrnu, árlegs æfingar sem dómarafélagið stendur fyrir, fer fram í Boganum í kvöld. Að vanda eru það Akureyrarliðin Þór og KA sem berjast um bikarinn. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og verður spennandi að sjá hvernig liðin koma undan hinum fræga vetri, nú þegar fyrsti alvöru innbyrðis leikur þeirra í vetur fer fram.
- Uppfært Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs. Útsendingin er ókeypis. Smellið hér til að horfa.