Fara í efni
KA

Þór heima gegn Fylki, KA mætir Val í Reykjavík

Markmenn Akureyrarliðanna; Þórsarinn Aron Birkir Stefánsson og KA-maðurinn Kristian Jajalo. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumenn KA og Þórs verða á ferðinni í dag.

  • Síðasti heimaleikur Þórs í Lengjudeildinni er á dagskrá klukkan 14.00 þegar Þórsarar fá þá Fylkismenn í heimsókn.
  • KA-menn leika hins vegar á útivelli, mæta Valsmönnum í Reykjavík og hefst sú viðureign einnig klukkan 14.00.

Fylkismenn eru langefstir í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, og hafa unnið síðustu 12 leiki! Þórsarar sigla lygnan sjó, eru í níunda sæti, en gætu endað um miðja deild, svo lítill er munur á liðum í þriðja til tíunda sæti.

KA er í þriðja sæti Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins fyrir síðustu umferð hefðbundinnar 22 leikja keppni og með sigri í dag gætu þeir náð öðru sæti. Eftir leiki dagsins tekur við sex liða einföld umferð þar sem þrjú efstu liðin fá þrjá heimaleiki en tvo á útivelli. Liðin taka stigin með sér og eftir þessa fimm leikja „framlengingu“ fæst úr því skorið hver verður Íslandsmeistari og hverjir komast í Evrópukeppni.