Fara í efni
KA

Stuðningsmaður KA vann 18 milljónir

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ónefndur stuðningsmaður KA gerði sér lítið fyrir og nældi í 18 milljónir króna um helgina með því að spá rétt um úrslit allra 13 leikjanna á enska getraunaseðlinum.

„Tipparinn keypti miðann í getraunaappinu og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur á Enska getraunaseðilinn sem keyptur er í appinu. Tipparinn tvítryggði 7 leiki, þrítryggði 1 leik og var með eitt merki á 5 leikjum. Alls kostaði getraunaseðillinn 5.760 krónur. Tipparinn er frá Akureyri og er stuðningsmaður KA,“ segir á vef Íslenskrar getspár.