Fara í efni
KA

„Strákarnir okkar“ fara allir til Færeyja

Aron Einar Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Bjarnason.

Landsliðið í knattspyrnu kom í gær frá Bandaríkjunum og heldur til Færeyja á miðvikudaginn. Nokkrar breytingar eru á leikmannahópnum milli leikja en Strákarnir okkar, Akureyringarnir þrír, verða allir með í Færeyjaferðinni; Þórsarinn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, og KA-mennirnir Birkir Bjarnason og Brynjar Ingi Bjarnason.

Aron, leikmaður Al-Arabi í Katar, og Birkir, sem leikur með Brescia á Ítalíu, eru á meðal leikreyndustu landsliðsmanna Íslands en Brynjar tók þátt í landsleik í fyrsta skipti um helgina þegar Ísland tapaði fyrir Mexíkó í vináttuleik í Texas. Allir þrír voru í byrjunarliðinu. KA-maðurinn ungi er einn fjögurra leikmanna úr íslensku deildinni í landsliðshópnum.

Ísland mætir Færeyjum á Tórsvelli á föstudaginn, 4. júní, klukkan 18.45 og síðan leika Íslendingar gegn Pólverjum í Poznan þriðjudaginn 8. júní klukkan 16.00. Báðir þessir vináttuleikir verða sýndir beint í Ríkissjónvarpinu.

Smellið hér til að sjá landsliðshópinn.