Fara í efni
KA

Stórbrotin blakveisla er KA vann Aftureldingu

KA-stelpurnar glaðar í bragði í leiknum í kvöld. Mynd: akureyri.net
Kvennalið KA og Aftureldingar buðu upp á stórbrotna veislu í KA-heimilinu í kvöld í úrslitum Íslandsmótsins í blaki. Eftir að gestirnir unnu fyrstu tvær hrinurnar sneru KA-stelpurnar blaðinu við og unnu þrjár næstu og þar með leikinn 3:2!
 
Allar hrinurnar fimm voru jafnar og mjög spennandi; Afturelding vann tvær fyrstu með sama mun, 25:22, KA sigraði í þriðju hrinunni 25:23, vann þá fjórðu 27:25 eftir upphækun og oddahrinuna 15:13.
 
KA hefur þar með tekið forystuna í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Mosfellsbæ á laugardaginn. Leikurinn þar hefst klukkan 14.00.
 
 
KA-konan Julia Bonet Carreras kemur boltanum yfir netið í kvöld. Mynd akureyri.net