KA
Stemningin magnast fyrir bikarleikinn
Stuðningsmenn KA flykktust suður í gær og í morgun til þess að styðja sína menn í úrslitaleik bikarkeppninnar í handbolta í dag. Leikur KA og Vals hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði en fjöldi KA-manna kom saman á veitingastaðnum Sport&Grill í Smáralindinni, þar sem Elías Árnason og starfsfólk hans buðu KA-menn sérstaklega velkomna til þess að hita upp fyrir leikinn.