Fara í efni
KA

Stelpurnar töpuðu illa og eru í neðsta sæti

Telma Lísa Elmarsdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Hauka á dögunum. Það reyndist erfitt, eins og að eiga við lið Aftureldingar í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór féll í gærkvöldi niður í neðsta sæti Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, eftir 10 marka tap fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 23:13.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en heimaliðið alltaf skrefi á undan og eftir góðan sprett í lok hálfleiksins komst Afturelding fjórum mörkum yfir. Lítið var skorað í fyrri hálfleik og staðan 10:6 að honum loknum.

Afturelding jók muninn jafnt og þétt í seinni hálfleik og munurinn var 10 mörk þegar upp var staðið eins og áður segir.

Með sigrinum komst Afturelding úr neðsta sætinu, fór upp fyrir Stjörnuna og KA/Þór. Afturelding er með sex stig en Stelpurnar okkar og Stjarnan með fimm stig. 

Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Nathalia Soares Baliana 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1, Bríet Kolbrún Hinriksdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 12 (34,3%).

Smellið hér til að sjá meiri tölfræði.