Fara í efni
KA

Stelpurnar töpuðu í Garðabænum

Rut Jónsdóttir glímir við meiðsli og tók aðeins þátt í hluta leiksins í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, 24:19, þegar úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í handbolta hófst. Liðin mætast aftur á Akureyri á fimmtudaginn og þá verða Stelpurnar okkar að sigra til að knýja fram þriðja leik í Garðabæ. Tvo sigra þarf til að komast í undanúrslit.

Fyrri hálfeikur í kvöld var mjög jafn og staðan 10:10 að honum loknum. Heimamenn náðu fljótlega frumkvæðinu eftir hlé en KA/Þór minnkaði muninn í eitt mark, 18:17. Nær komst liðið ekki og Garðbæðingar fögnuðu sannfærandi sigri. 

Rut Jónsdóttir, besta handboltakona Íslands, meiddist og lék lítið í seinni hálfleik sem var vitaskuld blóðtaka fyrir hið unga lið KA/Þórs. Vonandi verður hún klár í slaginn á fimmtudaginn. 

Mörk KA/Þórs: Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 5, Ida Margrethe Hoberg 4, Rut Jónsdóttir 2 (1 víti), Júlía Sóley Björnsdóttir 2, Nathalía Soares Baliana 2, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1 og Matea Lonac 1.

Varin skot: Matea Lonac 10.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.