Fara í efni
KA

Stelpurnar í KA/Þór sóttu tvö stig á Selfoss

Rut Arnfjörð Jónsdóttir gerði 11 mörk á Selfossi í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þ​ór vann afar mikilvægan sigur, 32:28, á liði Selfyssinga á útivelli í dag í Olís­deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta.

Stelpurnar okkar mjakast þar með af mesta hættusvæðinu; eru komnar með átta stig í sjötta sæti. Selfyssingar eru næst neðstir með fjögur stig og lið HK neðst með tvö stig.

KA/Þór var yfirleitt skrefi á undan fyrri hluta leiksins og hafði tveggja marka forskot í hálfleik, 19:17. Seinni hálfleikur var mjög jafn framan af eftir að gestirnir komust fimm mörkum yfir, 25:24, um miðjan hálfleikinn var ljóst að verkefni heimaliðsins var orðið snúið. KA/Þór gaf ekkert eftir og vann örugglega.

Mörk KA/Þ​órs: Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir 11, Nathalia Soares Bali­ana 6, Krist­ín A. Jó­hanns­dótt­ir 3, Júlía Björns­dótt­ir 3, Unn­ur Ómars­dótt­ir 3, Lydía Gunnþórs­dótt­ir 3, Hild­ur Lilja Jóns­dótt­ir 3.

Var­in skot: Matea Lonac 12.

Smellið hér til að sjá nánari tölfræði.