Fara í efni
KA

Stelpurnar féllu úr leik eftir vítakeppni

Leikmenn Þórs/KA og FH áttust við í kvöld. Myndin er frá viðureign liðanna á Þórsvellinum í fyrra. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Lið Þórs/KA er úr leik í bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að það beið lægri hlut fyrri FH í Hafnarfirði í kvöld. Staðan var 1:1 að hefðbundnum loknum og ekki var skorað úr framlengingu svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. FH hafði náð forystu strax á 7. mínútu en Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði þegar um 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Vítakeppnin fór 5:4 fyrir heimamenn og viðureignin því 6:5; allir leikmenn beggja liða skoruðu í vítakeppninni nema hvað Katelin Tilbert, markvörður FH, varði frá Örnu Sif, fyrirliða Þórs/KA. Úrslitin eru mikil vonbrigði, ekki síst þar sem FH leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Andri Snær Albertsson, þjálfari Þórs/KA, sagði við fótbolta.net að FH-ingar hafi í raun átt sigurinn skilið. „Liðin lögðu ótrúlega mikið í þennan leik en mér fannst við dálítið andlausar á köflum og skortir alltof mikil gæði alltof oft þannig að því miður var þetta ekki okkar dagur," sagði hann.

Hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu og gerði svo fjórar breytingar í hálfleik en hann segir þetta ekki hafa verið vanmat. „Þétt spilað. Leikmenn þurfa hvíld og svo eru aðrar stelpur sem hafa unnið vel fyrir mínútum. Þær fengu þær í dag og það var ekkert vanmat eða slíkt eins og einhverjir hugsar. Þetta er bara það að rótera í liðinu, gefa mínútur og hvíla."

Smellið hér til að lesa ítarlega umfjöllun um leikinn á fótbolta.net.

Smellið hér til að lesa leikskýrsluna.