Fara í efni
KA

Sotsjí og Lecce vilja kaupa Brynjar

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Tilboðin tvö sem KA hefur fengið í knattspyrnumanninn Brynjar Inga Bjarnason eru frá Sotsjí (Sochi) í Rússlandi og ítalska liðinu Lecce. 

Margir þekkja rússneska liðið og borgina undir safninu Sochi, eins og það er skrifað á ensku, en íslenski rithátturinn er Sotsjí.

Akureyri.net greindi frá því í gærkvöldi að KA hefði fengið tvö kauptilboð í varnarmanninn, sem sló rækilega í gegn í þremur fyrstu landsleikjum sínum á dögunum. Knattspyrnuvefurinn fotbolti.net kvaðst fyrr í dag hafa heimildir fyrir því að Lecce hefði mikinn áhuga á að fá Brynjar Inga, Akureyri.net veit að það er rétt og getur nú upplýst að hitt liðið er Sotsjí frá samnefndri borg við Svartahaf.

Borgin Lecce er á suður Ítalíu. Liðið lék í vetur í næst efstu deild, endaði í 4. sæti og verður því áfram í deildinni næsta keppnistímabil. Sotsjí varð hins vegar í 5. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í vetur og tryggði sér þátttökurétt í UEFA Conference League, nýrri Evrópukeppni sem hefur göngu sína síðsumars. 

Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net frá því í gær.