KA
Skýrist í dag hvort KA mætir Val eða Haukum
10.04.2022 kl. 12:29
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað 7,2 mörk meðaltali í leik í Olís deildinni í vetur, fleiri en nokkur annars. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA mætir Gróttu á Seltjarnarnesi í dag þegar síðasta umferð Olís deildar Íslandsmótsins í handbolta fer fram. Það fer eftir úrslitum dagsins hvort KA-menn mæta Valsmönnum eða Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.
Ljóst er að KA lendir annað hvort í sjöunda eða áttunda sæti deildarinnar og Haukar eða Valur í tveimur efstu sætunum. Bæði lið hafa 32 stig fyrir leiki dagsins, Valsmenn sækja Selfyssinga heim og Haukar taka á móti nágrönnum sínum úr FH.
Deildarmeistararnir mæta liði númer átta og liðið sem verður í öðru sæti mætir liðinu sem verður í sjöunda sæti.
Allir leikirnir hefjast klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á youtube rás Gróttu. Smellið hér til að horfa.