KA
Skövde í kröggum og Jónatan fer hvergi
17.05.2023 kl. 15:55
Jónatan Þór Magnússon sem þjálfaði handboltalið KA síðustu ár. Hann er hættur við að taka við liði Skövde í Svíþjóð. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ekkert verður af því að Jónatan Magnússon taki við þjálfun karlaliðs sænska handboltafélagsins IFK Skövde í sumar, skv. heimildum Akureyri.net. Félagið leikur í sænsku úrvalsdeildinni og samdi við Jónatan í mars til tveggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár að þeim tíma loknum.
Sænska félagið er í fjárhagskröggum og forráðmenn þess og Jónatan hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu áður en það hófst í raun.
Eftir því sem Akureyri.net kemst næst er þetta nýskeð og allsendis óljóst hver næstu skref Jónatans í þjálfun verða.
- Frétt Akureyri.net 24. mars: Jónatan tekur við Skövde í Svíþjóð