Fara í efni
KA

Skin og skúrir hjá íþróttaliðum bæjarins

Karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí sigraði Skautafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi í síðasta leik Hertz deildarinnar – 7:3.

SA fékk 44 stig í deildarkeppninni og var löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. SA vann 14 af 16 leikjum í deildinni. SR fékk 22 stig.

Þessi lið mætast í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 21. mars á Akureyri.

Sigur SA var afar öruggur; liðið komst í 4:0 og 7:1 áður en SR gerði tvö síðustu mörk­in.

Hafþór Sigrún­ar­son skoraði tvö mörk fyr­ir SA, Ingvar Jóns­son, Baltas­ar Hjálm­ars­son, Pét­ur Sig­urðsson, Jó­hann Leifs­son og Orri Blön­dal eitt hver. Mörk SR gerðu Kári Arnarsson og Akureyringar í Reykjavíkurliðinu, Ævar Arn­gríms­son og Heiðar Krist­veig­ar­son.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

  • Stelpurnar í fótboltaliði Þórs/KA töpuðu 3:1 fyrir Þrótti í Reykjavík í gærkvöldi í Lengjubikarkeppninni. 

Leikið var í Egilshöllinni. Með sigrinum komst Þróttur í undanúrslit en Þór/KA gæti fylgt Reykjavíkurliðinu þangað; á eftir að leika við Selfoss en framhaldið veltur líka á úrslitum annarra leikja.

Sandra María Jessen skoraði fyrir Þór/​KA strax á sjöundu mín­útu en sex mín­út­um síðar jafnaði Katie Cous­ins fyr­ir Þrótt. Katla Tryggva­dótt­ir og Sæ­unn Björns­dótt­ir bættu mörkum við fyrir Þrótt í seinni hálfleik.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

  • Þórsstrákarnir töpuðu fyrir Ármanni í 1. deildinni í körfubolta á heimavelli í gærkvöldi 88:67.

Baldur Örn Jóhannesson og Zak David Harris léku best skv. tölfræðinni en Smári Jónsson skoraði mest, 21 stig.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

  • Kvennalið Þórs í körfubolta tapaði fyrir Stjörnunni í vikunni í Garðabæ, 97:78, í toppbaráttu næst efstu deildar Íslandsmótsins.

Leikurinn var í járnum fyrstu þrjá leikhlutana, en svo stungu heimamenn af í þeim fjórða og síðasta.

  • Skorið eftir leikhlutum 24:26 – 18:13 – 23:22 – 32:17

Madison Anne Sutton lék best skv. samanlagðri tölfræði en Hrefna Ottósdóttir stigahæst Þórsara með 18 stig.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna