KA
Sjáið stórglæsilegt mark Sveins Margeirs
19.07.2022 kl. 13:02
Sveinn Margeir Hauksson í heimaleiknum gegn Val fyrir skemmstu. Ljósmynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Sveinn Margeir Hauksson gerði stórglæsilegt mark þegar KA burstaði Leikni 5:0 í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins, í Reykjavík á sunnudaginn. Þetta var síðasta mark leiksins. Sveinn Margeir fékk boltann rétt fyrir utan eigin vítateig, tók á rás fram völlinn, lék fljótlega á tvo Leiknismenn og óð síðan óáreittur langleiðina að vítateig heimamanna þar sem hann lét vaða á markið með vinstri fæti. Boltinn söng í netinu, uppi í horninu hægra megin.
Sjón er sögu ríkari. Smellið hér til að sjá markið