Fara í efni
KA

Silfrið í höfn – næst besti árangur KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson fagnar með tilþrifum eftir að hann kom KA í 1:0 með marki úr vítaspyrnu í dag. Dusan Brkovic til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA vann Val 2:0 á heimavelli í dag í síðustu umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu, efstu deildar Íslandsmótsins. KA-menn urðu þar með í öðru sæti deildarinnar og nældu sér í silfurverðlaun. Þetta er næst besti árangur KA frá upphafi, á eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1989.

KA var í baráttu við Víking um annað sæti deildarinnar en lið Víkings tapaði 1:0 fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavogi í dag.

Það var Hallgrímur Mar Steingrímsson sem gerði bæði mörk KA í dag, það fyrra úr vítaspyrnu á 32. mínútu og hið seinna með glæsilegu skoti utan vítateigs skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Meira seinna í dag.