Fara í efni
KA

Sigur og tap í blakinu gegn Aftureldingu

Helena Kristín smassar glæsilega yfir netið í dag og skorar gegn Aftureldingu. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA fékk Aftureldingu úr Mosfellsbæ í heimsókn á Íslandsmótinu í blaki í dag, Unbroken deildinni eins og sú efsta kallast í vetur. Fyrst mættust karlalið félaganna og gestirnir sigruðu 3:0 en í seinni leik dagsins sigruðu KA-stelpurnar 3:2.

Allar hrinurnar þrjár í karlaleiknum voru hnífjafnar þrátt fyrir að lokaniðurstaðan hafi verið 3:0 gestunum í vil. Hrinurnar enduðu 22:25, 23:25 og 26:28.

Spennan var lítið minni í seinni leik dagsins og sveiflurnar miklar. KA-stelpurnar voru sterkari í upphafi og unnu fyrstu hrinu 25:19 en gestirnir tvær næstu hrinur, 25:20 og 26:24. Þá var að duga eða drepast fyrir KA-menn og þeir unnu næstu hrinu 25:20 og oddahrinuna 15:10.

Miguel Mateo ósáttur við úrskurð dómara í leiknum gegn Aftureldingu í dag og óhætt að segja að Gísli Marteinn, til hægri, sé einnig undrandi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Smellið hér til að sjá tölfræðina úr kvennaleiknum og hér úr leik karlaliðanna.