Fara í efni
KA

Sigur í Eyjum og oddaleikur á Akureyri

Lið KA/Þórs fyrir brottför til Eyja í dag.

KA/Þór sigraði ÍBV 24:21 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta í Eyjum í kvöld í miklum spennuleik. Þar með er ljóst að liðin mætast þriðja sinni – í KA-heimilinu á laugardag – til að fá úr því skorið hvort þeirra leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Val, sem sló Fram út í kvöld.

Vörn Akureyrarliðsins var frábær fyrri hluta leiksins í kvöld og staðan 12:6 í hálfleik. Heimamenn minnkuðu muninn býsna hratt og örugglega á tímabili og náðu að jafna um stundarsakir, 22:22, þegar sáralítið var eftir, en KA/Þór gaf í undir lokin, gerði þrjú síðustu mörkin og náði takmarkinu.

Stemningin í Eyjum var frábær og gera ráð fyrir að hún verði ekki síðri á Akureyri á laugardaginn!

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum