Fara í efni
KA

Síðasti heimaleikur KA-manna í deildinni

Jónatan Magnússon stýrir KA-strákunum í síðasta skipti á heimavelli í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA fær Fram í heimsókn í kvöld í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Það er næst síðasta umferð deildarkeppninnar sem er á dagskrá í kvöld og þetta er síðasti heimaleikur KA-manna í deildinni í vetur.

Gríðarlega mikið er í húfi fyrir KA-strákana. Þeir eru aðeins einu stigi ofan við ÍR, sem er í næst neðsta sæti, en tvö neðstu liðin falla. 

Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni, KA og ÍR eiga þessa leiki eftir:

Í kvöld:
KA – Fram
ÍR – FH

Á mánudag 10. apríl, annan í páskum:
Grótta – KA
Fram – ÍR

  • Verði KA og ÍR jöfn að stigum standa KA-menn betur að vígi og ÍR fellur. Liðin mættust tvisvar í deildinni í vetur og unnu hvort sinn leik en KA er með mun betri markatölu úr innbyrðis leikjunum.