Fara í efni
KA

Sannfærandi sigur Víkinga á KA-mönnum

Úr leik liðanna í fyrra. KA-liðið spilaði ekki vel í leiknum í kvöld og var sigur Víkinga sanngjarn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 4:0 gegn Víkingum frá Reykjavík í leik sem var að ljúka nú rétt í þessu. Leikurinn var hluti af 15. umferð Bestu deildar karla en honum var flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppnum nú seinna í sumar. 

Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Matthías Vilhjálmsson gerði það eftir hræðileg mistök frá Kristijan Jajalo í marki KA. Birnir Snær Ingason bætti öðru marki við fyrir Víkinga á 37. mínútu eftir gott einstaklingsframtak og þannig var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, með marki frá Víkingum. Aftur var það Matthías sem skoraði, eftir gott spil gestanna eftir hornspyrnu. Á 87. mínútu gerði Ari Sigurpálsson svo fjórða mark Víkinga eftir snarpa skyndisókn. Lokatölur 4:0 fyrir Víking og yfirburðir þeirra algjörir.

Eftir leikinn eru KA-menn áfram með 11 stig í sjötta sæti en Víkingar eru áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Leikskýrsluna úr leiknum má sjá HÉR.

Nánar verður fjallað um leikinn á eftir